Vísindamenn, stefnumótunaraðilar og samfélög ræða nú í auknum mæli um þá stöðu sem komin er upp vegna nýju kórónaveirunnar (COVID-19), bæði m.t.t. alheimssamfélagsins og þeirra eigin búsetulands. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, ríkisstjórnir og einkasjóðstofnanir fjárfesta stórum upphæðum í rannsóknir, með það að markmiði að finna lækningu við veirunni. Vegna þessarar þróunar stendur alþjóðlegi rannsóknarhópurinn okkar nú fyrir könnun til þess að varpa ljósi á almenningsvitund, skoðanir á COVID-19 og hlutverk ýmissa miðlunarrása á útbreiðslu ranghugmynda og staðreynda. Þér er boðið að taka þátt í þessari nafnlausu könnun, þar sem skoðanir þínar munu hjálpa okkur að leggja fram tilmæli til bæði rannsóknarstofnana og stefnumótunaraðila, varðandi skilvirka upplýsingamiðlun til samfélagsins. Niðurstöður þessarar könnunar verða birtar í alþjóðlegum tímaritum, án þess að hægt sé að rekja svör til einstakra svarenda. Gagnasöfnunarferlið er í samræmi við persónuverndarlöggjöfina (GDPR). Til að taka þátt í könnuninni, smelltu á bláa myndtáknið hér fyrir neðan:

Við viljum þakka Evu Maríu Ingvadóttur fyrir að þýða könnunina yfir á íslensku.

Hafir þú einhverjar spurningar hvetjum við þig til að hafa samband við yfirrannsakandann kl yash.chawla[at]pwr.edu.pl

Takk fyrir stuðninginn,

Rannsóknarhópurinn